Þjófnaður og hraðakstur
Tilkynnt var um þjófnað til lögreglunnar á Suðurnesjum á fjórum Philips útikösturum úr garði. Verðmæti hvers kastara er rúmlega 16 þúsund krónur.
Nokkrir voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu í vikunni og fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.