Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjófnaður á Suðurnesjum
Fimmtudagur 5. desember 2013 kl. 08:05

Þjófnaður á Suðurnesjum

Þvottakar og aðgerðarborð hurfu frá fiskverkunarfyrirtæki í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Karið og borðið, sem eru úr áli, voru staðsett utan dyra. Þykir ljóst að þurft hafi bæði lyftara og vörubifreið til að fjarlægja þessa hluti vegna stærðar og þyngdar þeirra.

Þá hurfu verkfæri úr íbúð í umdæminu. Eigandi íbúðarinnar vinnur að endurbótum á henni en býr annars staðar meðan á þeim stendur. Þegar hann hugðist halda verkinu áfram á mánudagsmorgun voru tvær Dewalt hleðsluborvélar horfnar, svo og hleðslurafhlaða fyrir vélarnar og hleðslutæki. Sömu sögu er að segja af fimmtán borum fyrir vélarnar. Loks var verkfærum stolið úr iðnaðarhúsnæði, en þar var farið inn með því að spenna upp glugga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þessi mál.