Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjófnaður, árekstur og hraðakstur
Miðvikudagur 13. júlí 2005 kl. 10:11

Þjófnaður, árekstur og hraðakstur

Klukkan 10:37 í gærmorgun var tilkynnt um þjófnað á steinflísum og vinnupalli á hjólum við nýbyggingu í Innri Njarðvík en ekki er vitað hver var að verki.

Á dagvakt Lögreglunnar í Keflavík var einn ökumaður kærður fyrir að aka of hratt en hann var mældur á 126 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfður hraði er 90 km.

Klukkan 18:40 var lögregla kölluð að mótum Reykjanesbrautar og afleggjara að torfæruhjólabrautarinnar við Sólbrekkur en þar hafði fólksbifreið verið ekið aftan á sendibifreið en ökumaður þeirrar síðarnefndu hafði hægt ferð sína verulega til að beygja inn að torfæruhjólabrautinni. Engin meiðsl urðu á fólki en fólksbifreiðin skemmdist töluvert.

Í gærkveldi varð minni háttar umferðaróhapp við söluturninn Ný-ung í Keflavík þar sem árekstur varð með tveimur bifreiðum.

Lögreglan kærði í gærkvöldi og í nótt fimm ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut en einnig barst lögreglu ein kvörtun vegna hávaða frá hljómflutningstækjum í heimahúsi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024