ÞJÓFNAÐIR OG INNBROT Í BÍLA
Mikið er um að GSM-símum sé stolið úr bifreiðum og af skemmtistöðum. Á skemmtistöðunum leggur fólk gjarnan frá sér símana stutta stund eða geymir þá í töskum eða yfirhöfnum, en þjófarnir hika ekki við að kippa símunum með sér ef þeir fá tækifæri til þess. Einnig er mikið um að gemsar og hljómflutningstæki séu tekin úr bifreiðum, en innbrot og skemmdarverk á bílum eru orðin mjög tíð. Undantekningalaust eru slíkir þjófnaðir tengdir fíkniefnum. Af gefnu tilefni beinir lögreglan þeim tilmælum til fólks að gæta símanna sinna betur og læsa bifreiðum.