Þjófar stöðvaðir
Um klukkan hálf fjögur í gær var tilkynnt um grunsamlegar ferðir tveggja manna í Keflavík. Höfðu þeir farið í tvær verslanir og vitni sagðist hafa séð þá stinga munum inn á sig. Síðan hefðu þeir ekið á brott en vitni gat gefið upp skráningarnúmer bifreiðarinnar. Lögregla í Keflavík leitaði mannanna. Skömmu síðar voru þessir aðilar stöðvaðir, af lögreglunni í Hafnarfirði, á Reykjanesbraut. Í bifreiðinni fundust hinir ýmsu munir sem þeir viðurkenndu að hafa tekið ófrjálsri hendi úr verslunum í Keflavík. Mennirnir voru í haldi lögreglu í Hafnarfirði meðan málið var í rannsókn, málið telst upplýst.