Sunnudagur 19. janúar 2014 kl. 07:50
Þjófar létu greipar sópa
Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ í vikunni.
Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ í vikunni og þaðan stolið hundarakvél, hljómflutningstækjum, snyrtivörum, bílahleðslutæki, samlokugrilli og tölvuskjá. Hinir óprúttnu brutu rúðu í útidyrahurð og komust inn með þeim hætti.