Þjófagengi handtekið
Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu afskipti af fjórum erlendum karlmönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi. Mennirnir höfðu dvalið hér á landi í viku og voru grunaðir um að hafa stundað þjófnaði á skipulagðan hátt.
Í handfarangri þeirra fannst umtalsvert magn af meintu þýfi og voru þeir handteknir og færðir á lögreglustöð. Varningurinn samanstóð einkum af fatnaði, þar á meðal dýrri merkjavöru, vítamínum og öðrum fæðubótarefnum. Mennirnir voru yfirheyrðir og héldu eftir það úr landi.
Í handfarangri þeirra fannst umtalsvert magn af meintu þýfi og voru þeir handteknir og færðir á lögreglustöð. Varningurinn samanstóð einkum af fatnaði, þar á meðal dýrri merkjavöru, vítamínum og öðrum fæðubótarefnum. Mennirnir voru yfirheyrðir og héldu eftir það úr landi.