Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjóðin þegar skaðbrennd af einkavæðingu
Föstudagur 21. ágúst 2009 kl. 10:47

Þjóðin þegar skaðbrennd af einkavæðingu


Í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum borgarafundi í Grindavík í gærkvöldi er skorað á ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna að stöðva nú þegar áform um framsal á jarðvarmaauðlindum á Reykjanesi til Magma Energy og fyrirhugaðri einkavæðingu HS Orku. Vinstri Græn stóðu að fundinum.

Framsögu fluttu þau Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur.

Ályktun fundarins er svohljóðandi:

„Borgarafundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn í Grindavík 20. ágúst 2009 mótmælir harðlega áformum um varanlegt framsal á jarðvarmaauðlindum á Reykjanesi til Magma Energy og fyrirhugaðri einkavæðingu. Þjóðin er þegar skaðbrennd af ábyrgðalausri frjálshyggju og einkavæðingu mörg undanfarin ár. Skorar fundurinn á ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að stöðva þessi áform þegar í stað.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024