Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjóðhátíðarveðrið: Sól og blíða!
Miðvikudagur 16. júní 2004 kl. 21:05

Þjóðhátíðarveðrið: Sól og blíða!

Í kvöld kl.18 var fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Víða rigning eða skúrir um norðan- og norðaustanvert landið, en skýjað með köflum sunnan- og suðvestantil. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast í Skaftafelli.

Yfirlit: Yfir suðaustanverðu landinu er smálægðardrag sem þokast A, en skammt NV af Skotlandi er 1005 mb lægð sem þokast einnig A. Langt SV í hafi er hæð að loftvægi 1030.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hæg vestlæg eða breytileg átt í fyrstu, en norðvestan 3-8 m/s með kvöldinu og norðan 5-10 á morgun. Skýjað og rigning eða súld öðru hverju norðantil í fyrstu, en síðan skúrir, en léttir til um landið sunnan- og vestanvert. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Hæg vestlæg átt og skýjað með köflum, en norðvestan 3-8 m/s og léttir til með kvöldinu. Norðan 5-10 og bjartviðri á morgun. Hiti 8 til 14 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024