Þjóðhátíðargestir veðurtepptir í Vestmannaeyjum
Margir Suðurnesjamenn skelltu sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina eins og aðrir landsmenn.
Nú er þoka í Vestamannaeyjum og því ófært flugleiðina. Þeir sem eiga far með Herjólfi í dag þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur því hann fer samkvæmt þjóðhátíðaráætlun.
Uppselt var bæði í Herjólf og flug frá eyjum í dag og verða því þeir sem komast ekki vegna þoku bara að bíða rólegir og vona að þokunni létti.
Þeir sem eru veðurtepptir fá að aðhafast í íþróttahúsinu þangað til flug hefst á ný.