Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þjóðhátíðardagurinn með hefðbundnu sniði
Mánudagur 17. júní 2002 kl. 23:10

Þjóðhátíðardagurinn með hefðbundnu sniði

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní fór vel fram í öllum sveitarfélögum Suðurnesja. Fjölmenni var á öllum samkomum dagsins. Mikið fjölmenni var í skrúðgarðinum í Keflavík en þar hófst þjóðhátíðarskemmtun klukkan tvö í dag með því að Anna María Sveinsdóttir aðstoðaði skáta úr skátafélaginu Heiðabúum við að draga þjóðfánann að húni. Fáninn sem árlega er dreginn að húni í skrúðgarðinum í Keflavík mun vera stærsti fáni á Íslandi.Fjölbreytt skemmtun var í boði fyrir fólk á öllum aldri. Að sjálfsögðu féllu regndropar af himnum, eins og vera ber á 17. júní.
Hátíðarhöld í öðrum sveitarfélögum Suðurnesja fóru einnig vel fram og voru vel sótt. Fleiri ljósmyndir, m.a. frá Garði og Sandgerði, munu birtast hér á vef Víkurfrétta á morgun.

Myndin sem hér birtist er úr fánahyllingu Önnu Maríu Sveinsdóttur.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024