Þjóðhátíðardagskrá í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ með hefðbundinni hátíðardagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík og skemmtidagskrá í hverfum.
Dagskrá hefst með hátíðarguðþjónustu í Keflavíkurkirkju kl. 11. Skrúðganga Heiðabúa leggur af stað frá Keflavíkurkirkju um kl. 11:40. Hátíðardagskrá í skrúðgarði hefst um kl. 12 og verður henni einnig streymt beint á Facebooksíðu Víkurfrétta. Þjóðfáninn dreginn að húni, Karlakór Keflavíkur flytur þjóðsönginn, setningarræða, ávarp fjallkonu og ræða dagsins.
Boðið verður upp á skemmtidagskrá fyrir yngstu kynslóðin í fjórum hverfum Reykjanesbæjar frá kl. 14-16, á Ásbrú, í Keflavík, Njarðvík og Innri-Njarðvík. Sama dagskrá verður á öllum stöðum. Kvöldskemmtun fyrir eldri börn fer fram í Fjörheimum frá kl. 18:00-21:30.