Þjóðaröryggisráð fundar á Keflavíkurflugvelli
- staðsetning fundarins til kominn vegna þess að svæðið uppfyllir öryggiskröfur
Þjóðaröryggisráð mætti til fundar á öryggissvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli klukkan 14:15 í dag. Dagskrá fundarins var ekki kynnt en staðsetning fundarins til kominn vegna þess að svæðið uppfylli öryggiskröfur.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra mættu ásamt fleiri nefndarmönnum til fundarins. Í þeim hópi var m.a. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en hún hefur lýst yfir furðu sinni á því að almenningi hafi ekki verið kynntur aukinn viðbúnaður lögreglu að undanförnu,
Fast sæti í þjóðaröryggisráði eiga forsætisráðherra sem formaður ráðsins, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar ráðuneytanna þriggja, tveir þingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meirihluta á þingi en hinn úr þingflokki minnihluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóri og fulltrúi Landsbjargar. Einnig getur þjóðaröryggisráðið kallað til aðila til tímabundinnar setu í ráðinu vegna einstakra mála.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra kom í rútu með fleiri nefndarmönnum frá Reykjavík.
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra mætti galvaskur. Fyrir framan hann er Jón B. Guðnason, forstöðumaður Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.
Katrín Jakobsdóttir heilsar Georg Lárussyni.
Georg Lárusson og Jón B. Guðnason frá Landhelgisgæslunni tóku á móti nefndarmönnum úr Þjóðaröryggisráðinu.