Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjóðaröryggisráð fundar á Keflavíkurflugvelli
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra heilsar Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar fyrir fundinn á Ásbrú. VF-myndir/PállKetilsson.
Mánudagur 12. júní 2017 kl. 14:45

Þjóðaröryggisráð fundar á Keflavíkurflugvelli

- staðsetn­ing fund­ar­ins til kominn vegna þess að svæðið upp­fyllir ör­yggis­kröf­ur

Þjóðarör­ygg­is­ráð mætti til fundar á ör­ygg­is­svæði Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli klukk­an 14:15 í dag. Dag­skrá fund­ar­ins var ekki kynnt en staðsetn­ing fund­ar­ins til kominn vegna þess að svæðið upp­fylli ör­yggis­kröf­ur.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra mættu ásamt fleiri nefndarmönnum til fundarins. Í þeim hópi var m.a. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en hún hefur lýst yfir furðu sinni á því að almenningi hafi ekki verið kynntur aukinn viðbúnaður lögreglu að undanförnu,

Fast sæti í þjóðarör­ygg­is­ráði eiga for­sæt­is­ráðherra sem formaður ráðsins, ut­an­rík­is­ráðherra, dóms­málaráðherra og ráðuneyt­is­stjór­ar ráðuneyt­anna þriggja, tveir þing­menn, ann­ar úr þing­flokki sem skip­ar meiri­hluta á þingi en hinn úr þing­flokki minni­hluta. Þá sitja í ráðinu for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, rík­is­lög­reglu­stjóri og full­trúi Lands­bjarg­ar. Einnig get­ur þjóðarör­ygg­is­ráðið kallað til aðila til tíma­bund­inn­ar setu í ráðinu vegna ein­stakra mála.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra kom í rútu með fleiri nefndarmönnum frá Reykjavík.

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra mætti galvaskur. Fyrir framan hann er Jón B. Guðnason, forstöðumaður Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Katrín Jakobsdóttir heilsar Georg Lárussyni.

Georg Lárusson og Jón B. Guðnason frá Landhelgisgæslunni tóku á móti nefndarmönnum úr Þjóðaröryggisráðinu.