Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þjóðarleiðtogar forvitnir um nýtingu jarðvarma á Íslandi
Steingrímur J. Sigfússon og erlendu þingmennirnir ásamt fríðu föruneyti og starfsmönnum HS Orku í Svartsengi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 20. ágúst 2019 kl. 18:40

Þjóðarleiðtogar forvitnir um nýtingu jarðvarma á Íslandi

Áhugi á nýtingu jarðvarma á Íslandi er mikill víða um heim og í vikunni komu góðir gestir í höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi í Grindavík. Þingmennirnir Kim Kielsen frá Grænlandi og Katrin Sjögren frá Álandseyjum ásamt Steingrími J. Sigfússyni forseta alþingis heimsóttu orkuverið í Svartsengi og fengu kynningu á starfsemi HS Orku og Auðlindagarðinum. Það er horft til Íslands í tenglsum við orkuframleiðslu og við fögnum því að geta kynnt fyrir erlendum þjóðarleiðtogum starfsemi okkar og sérstöðu HS Orku segir í frétt fyrirtækisins á Facebook. Þá fór Kristín Vala framkvæmdarstjóri Auðlinda með fleiri forráðamönnum orkufyrirtækja á Íslandi og hitti Angelu Merkel Kanslara Þýskalands og ræddi við hana um fjölnýtingu jarðvarma og tækifæri tengd því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024