Þjóðargjöf Norðmanna komin til Reykjanesbæjar
Nýr bátur bættist í safn Reykjanesbæjar í gærdag þegar vertíðarbáturinn Örn sem nú hefur fengð nafnið KE var afhentur Byggðasafninu til varðveislu í tengslum við Víkingaheim og Íslending.
Örninn er annar bátur af þjóðargjöf Norðmanna til Íslendinga á ellefuhundruð ára landnámsafmælinu árið 1974.
Það var Norðmaðurinn Jón Godal sem hafði veg og vanda af smíði og siglingu bátana frá Noregi til Íslands, en Örninn er ekki eiginlegt víkingaskip heldur vertíðarbátur af þeirri gerð sem mjög vinsæl var til fiskveiða í Lofoten í norður Noregi og víðar. Þessi gerð af bátum var notuð til fiskveiða langt fram á síðustu öld sem ára og seglskip án mótors með einu þversegli eins og víkingaskipin höfðu í árdaga. Á seinni hluta 20 aldar fóru menn að setja í þá utanborðsmótora til hægðarauka.
Skip þessi bogna og svigna mikið á siglingu rétt eins og víkingaskipin enda sömu grundvallar lögmál sem liggja að baki smíði þeirra og allra annara skarsúðaðra skipa og báta. Jon Godal er viðarfræðingur að mennt en hefur sérhæftsig í byggingu húsa og báta frá fyrri tíð.
Örnin hefur verið varðveittur í Árbæjarsafni fram til þessa. Hins vegar þótti mönnum báturinn ekki lengur samræmast grundvallarhugmyndum að baki Árbæjarsafns og var því haft samband við Reykjanesbæ með framtíðarvarðveislu bátsins með tilvísun í Víkingaheima.
Í framtíðinni verður báturinn hafður til sýnis á svæðinu við Víkingaheima en Árbæjarsafn sá um og kostaði flutning hans til Reykjanesbæjar. Einnig mun safnið fjármagna standa straum af kostnaði vegna efnis til viðgerða á bátnum sem unnar verða af Gunnari Marel Eggertssyni skipstjóra Íslendings.
Af vef Reykjanesbæjar
Örninn er annar bátur af þjóðargjöf Norðmanna til Íslendinga á ellefuhundruð ára landnámsafmælinu árið 1974.
Það var Norðmaðurinn Jón Godal sem hafði veg og vanda af smíði og siglingu bátana frá Noregi til Íslands, en Örninn er ekki eiginlegt víkingaskip heldur vertíðarbátur af þeirri gerð sem mjög vinsæl var til fiskveiða í Lofoten í norður Noregi og víðar. Þessi gerð af bátum var notuð til fiskveiða langt fram á síðustu öld sem ára og seglskip án mótors með einu þversegli eins og víkingaskipin höfðu í árdaga. Á seinni hluta 20 aldar fóru menn að setja í þá utanborðsmótora til hægðarauka.
Skip þessi bogna og svigna mikið á siglingu rétt eins og víkingaskipin enda sömu grundvallar lögmál sem liggja að baki smíði þeirra og allra annara skarsúðaðra skipa og báta. Jon Godal er viðarfræðingur að mennt en hefur sérhæftsig í byggingu húsa og báta frá fyrri tíð.
Örnin hefur verið varðveittur í Árbæjarsafni fram til þessa. Hins vegar þótti mönnum báturinn ekki lengur samræmast grundvallarhugmyndum að baki Árbæjarsafns og var því haft samband við Reykjanesbæ með framtíðarvarðveislu bátsins með tilvísun í Víkingaheima.
Í framtíðinni verður báturinn hafður til sýnis á svæðinu við Víkingaheima en Árbæjarsafn sá um og kostaði flutning hans til Reykjanesbæjar. Einnig mun safnið fjármagna standa straum af kostnaði vegna efnis til viðgerða á bátnum sem unnar verða af Gunnari Marel Eggertssyni skipstjóra Íslendings.
Af vef Reykjanesbæjar