Þjóðaratkvæðagreiðsla á morgun
Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fer fram á morgun og verður kjörfundur á þremur stöðum í Reykjanesbæ. Kjörstaðir verða opnir frá kl. 9 – 22 en þeir eru í Njarðvíkurskóla, Akurskóla og Heiðarskóla. Í morgun voru 200 manns búnir að kjósa utankjörfundar í Reykjanesbæ. Íbúafjöldi þar er 14.025 og á kjörskrá eru 9.572.
Nánari skiptingu kjördeildanna má sjá hér