Þjarmað að ökuföntum
Suðurnesjalögreglan heldur áfram að þjarma að ökuföntum í umdæminu en í gærkvöld voru tveir teknir fyrir hraðakstur og var annar þeirra á 134 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær voru tæplega 50 ökumenn teknir fyrir hraðakstur fyrstu vikuna á nýju ári í umdæmi nýrrar Suðurnesjalögreglu.