Þingmenn vilja flýta lagningu Suðurstrandarvegar:„Tvöföldun Brautarinnar er forgangsatriði“, segir Hjálmar Árnason
Hægt er að hefja framkvæmdir við Suðurstrandarveg, á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, árið 2003 til 2004 en áður hafði verið rætt um tímabilið frá 2007 til 2010.
Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningarfundum sem framsóknarþingmennirnir Hjálmar
Árnason, Guðni Ágústsson og Ísólfur Gylfi Pálmason héldu nýverið í Grindavík og Þorlákshöfn um
fyrirhugaðan Suðurstrandarveg. Samkvæmt vegaáætlun er kostnaður við lagningu vegarins talinn
verða á bilinu 1000-1100 milljónir króna og mun hann tengja saman hið nýja Suðurkjördæmi.
Ýmsir hafa þó bent á að brýnna sé að tvöfalda Reykjanesbrautina og tryggja umferðaröryggi í Þrengslunum og á Hellisheiði, t.d. með lýsingu.
Hjálmar Árnason segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir varðandi framkvæmdir við Suðurstrandarveg og meðal þess er að hefja framkvæmdir árið 2003.
„Megináherslan er hins vegar á að tvöfalda Reykjanesbrautina af öryggissjónarmiðum og það er
forgangsatriði“, sagði Hjálmar í samtali við visi.is. Hann segir að um tvö aðskilin mál sé að ræða og Suðurstrandavegur tengist kjördæmabreytingunum þar sem hann tengi nýja kjördæmið saman.
Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningarfundum sem framsóknarþingmennirnir Hjálmar
Árnason, Guðni Ágústsson og Ísólfur Gylfi Pálmason héldu nýverið í Grindavík og Þorlákshöfn um
fyrirhugaðan Suðurstrandarveg. Samkvæmt vegaáætlun er kostnaður við lagningu vegarins talinn
verða á bilinu 1000-1100 milljónir króna og mun hann tengja saman hið nýja Suðurkjördæmi.
Ýmsir hafa þó bent á að brýnna sé að tvöfalda Reykjanesbrautina og tryggja umferðaröryggi í Þrengslunum og á Hellisheiði, t.d. með lýsingu.
Hjálmar Árnason segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir varðandi framkvæmdir við Suðurstrandarveg og meðal þess er að hefja framkvæmdir árið 2003.
„Megináherslan er hins vegar á að tvöfalda Reykjanesbrautina af öryggissjónarmiðum og það er
forgangsatriði“, sagði Hjálmar í samtali við visi.is. Hann segir að um tvö aðskilin mál sé að ræða og Suðurstrandavegur tengist kjördæmabreytingunum þar sem hann tengi nýja kjördæmið saman.