Þingmenn Suðurnesja heimsóttu Grænlendinga
Starfa í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins
Þrír þingmenn af Suðurnesjum sitja í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins. Það eru þau Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálsson ásamt Oddnýju Harðardóttur. Þingmenn dvöldumst við í liðinni viku í Narsarsuaq á Grænlandi þar sem ársfundur ráðsins fór fram. Markmið ráðsins er að starfa að hagsmunum Vestur-Norðurlanda, gæta auðlinda og menningar Norður-Atlantshafssvæðisins, fylgja eftir samvinnu ríkisstjórna og landsstjórna Vestur-Norðurlanda. Auka samstarfið innan norrænnar samvinnu og vera þingræðislegur tengiliður milli samvinnuaðila innan Vestur-Norðurlanda og annarra fjölþjóðlegra hagsmunahópa og ríkjasamtaka.
Vestnorræna ráðið hefur ályktað um ýmis mál, þar á meðal umhverfis- og auðlindamál, aukið menningarsamstarf landanna og skóla- og íþróttasamvinnu, svo að fátt eitt sé nefnt. Ályktanir Vestnorræna ráðsins eru lagðar fram á Alþingi í formi þingsályktunartillagna.
„Þetta var mjög góð ferð og leiddi enn betur í ljós hvað þetta samstarf okkar við Grænlendinga og Færeyinga er gríðarlega mikilvægt og ekki síst í ljósi breyttrar heimsmyndar. Augu alheimsins hafa í síauknum mæli beinst að þessum heimshluta og ekki síst vegna þeirra miklu auðlinda sem eru á þesum slóðum. Frændþjóðir okkar hér í norðvestrinu leggja mikla áherslu á við styrkjum þetta samstarf enn frekar og telja að með mikilli samstöðu um málefni svæðisins stöndum við sterkari gagnvart þeim stórþjóðum sem renna hýru auga til þessara auðlinda og nýtingar á þeim,“ sagði Páll Valur Björnssson hjá Bjartri framtíð í samtali við Víkurfréttir.
Einnig fór fram sameiginleg þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins, Norðurlandaráðs, Stortinget í Noregi og Folketinget í Danmörku þar sem rætt var um auðlindir á vestnorrænum slóðum og nýtingu þeirra.
	.jpg)
Unnur Brá Konráðsdóttir formaður Vestnorræna ráðsins, Vigdís Hauksdóttir og Oddný Harðardóttir.
	.jpg) Páll Valur ásamt Lars Emil Johanssen forseta Grænlenska þingsins.
Páll Valur ásamt Lars Emil Johanssen forseta Grænlenska þingsins.


.jpg) 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				