Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þingmenn á ferð í Reykjanesbæ
Sunnudagur 27. febrúar 2005 kl. 17:02

Þingmenn á ferð í Reykjanesbæ

Allsherjarnefnd Alþingis lagði leið sína til Reykjanesbæjar á föstudag þar sem þingmenn kynntu sér starfsemi lögreglunnar í Keflavík og sýslumannsskrifstofunnar.

Ekki voru allir ókunnir hér suðurfrá því að formaður nefndarinnar, Bjarni Benediktsson, starfaði sem fulltrúi hjá sýslumanni árið 1995 eftir að hann útskrifaðist úr laganámi.

Þingmenn voru leiddir um lögreglustöðina og fengu að sjá aðstöðuna og ýmsan búnað sem lögreglan hefur yfir að ráða áður en þeim var boðið upp á kaffi og með því í sal lögreglunnar.

VF-myndir/Þorgils: 1-Þingmenn skoða hin ýmsu vopn sem lögreglan hefur gert upptæk undanfarið.

2- Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks frá Suðurlandi, bregður á leik.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024