Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:23

ÞINGMANNALEIKUR Á SELATÖNGUM

Þingflokkur Framsóknarflokksins og ráðherrar ásamt aðstoðarfólki var á ferð um Grindavík og nágrenni í tengslum við haustfund flokksins á dögunum. Hópurinn skoðaði stórbrotna náttúru suðurstrandarinnar af miklum áhuga. Meðal þess sem þingmennirnir gerðu var að skoða Selatanga undir leiðsögn Halldórs Ingvasonar, Grindvíkings, og taka þar léttan leik að hætti Hjálmars Árnasonar, fyrrum skólameistara og núverandi þingmanns Reyknesinga. Leikurinn gekk út að finna steina í fjörunni við Selatanga sem líktust mannsandlitum og fékk sigurvegarinn vegleg verðlaun, stein úr fjörunni sem nýtist sem pennastatíf. Svo fór í þessum leik eins og svo mörgum, að þáttaka skipti meira máli en sigur og voru allir þáttakendur sigurvegarar dagsins. Umhverfi Selatanga, mynjarnar sem þar er að finna í bland við fyrrnefndan leik skapaði skemmtilega stemmningu í hópnum sem vafalaust skilar sér í góðum fundi og skynsamlegri ákvarðanatöku varðandi Suðurstrandarveg framtíðarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024