Þingmannafundur vegna Suðvesturlína
Þingmenn Suðurkjördæmis hafa verið kallaðir til fundar í hádeginu í dag þar sem ræða á úrskurð umhverfisráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að ekki fari fram sameiginlegt umhverfismat vegna Suðvesturlína og tengdra framkvæmda.
Morgunblaðið hefur eftir BJörgvini G. Sigurðssyni, fyrsta þingmanni kjördæmisins, að óskað hafi verið eftir því að fulltrúar Skipulagsstofnunar og umhverfisráðuneytisins kæmu á fundinn til að gera þingmönnum grein fyrir þýðingu úrskurðarins.
--
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Suðvesturlínur eiga m.a. að flytja orku til álversins í Helguvík.