Þingmaður vill fangelsi í húsnæði ÍAV á Keflavíkurvelli
Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks í Suðvesturkjördæmi, vill að hætt verði við hugmyndir um að byggja nýtt fangelsi við Geitháls í Reykjavík. Nær væri að nýta húsnæði Íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvöll og skapa þannig ný störf í stað hundraða starfa sem eru að hverfa. Íslenskir aðalverktakar hafi þar boðið lausn sem sé 500 miljónum króna ódýrari. Þingmaðurinn segir frá því á heimasíðu sinni að samkvæmt áætlunum ríkisins um kosti um einn miljarð króna að reisa nýtt fangelsi við Geitháls í Reykjavík. Hjálmar Árnason, hefur efasemdir um þetta og líst betur á lausn sem Íslenskir aðalverktakar hafa boðið í húsnæði sínu á Keflavíkurflugvelli. Hún feli í sér möguleika á starfi og námi fanga, svari aðkallandi vanda vegna fjöldauppsagna hjá varnarliðinu og sé um 500 milljónum ódýrari. Húsnæði sé til staðar og á skömmum tíma megi laga það að kröfum fangelsisyfirvalda. Til þess hafi Aðalverktakar þekkingu. Á vegum fyrirtækisins allt um kring umrædd hús, séu ýmiskonar verkstæði og vinnustaðir þar sem fangar gætu stundað uppbyggilega vinnu og starfsþjálfun. Þingmaður kjördæmisins minnir á að oft hafi verið gripið til pólitískra aðgerða vegna áfalla byggðarlaga, varla hafi byggðalag áður mætt jafn miklu róti í atvinnulífi eins og nú blasi við Suðurnesjum vegna breytinga hjá varnarliðinu. Því mæli bæði pólitísk og fagleg rök með þessari lausn. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.