Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Þingmaður og svarið er…
Laugardagur 12. október 2013 kl. 11:04

Þingmaður og svarið er…

Suðurnesjamenn hafa aldrei áður átt eins marga fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Af þingmönnum Suðurkjördæmis eru sjö búsettir á Suðurnesjum og þá er einn þeirra jafnframt með ráðherraembætti.

Í vetur ætlum við hjá Víkurfréttum að fylgjast vel með störfum þingmanna okkar og spyrja þá reglulega út í málefni sem tengjast Suðurnesjum á einn eða annan hátt.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Við viljum einnig gefa lesendum kost á að senda inn spurningar sem við vinnum úr og berum undir þingmenn svæðisins. Spurningar má senda á [email protected]

Þingmenn af Suðurnesjum í Suðurkjördæmi eru:

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki,

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki,

Páll Jóhann Pálsson, Framsóknarflokki,

Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu,

Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki,

Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki,

Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð.

VF jól 25
VF jól 25