Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þingmaður og svarið er…
Þriðjudagur 21. október 2014 kl. 12:00

Þingmaður og svarið er…

Ertu með spurningu fyrir þingmenn af Suðurnesjum?

Suðurnesjamenn hafa aldrei áður átt eins marga fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Af þingmönnum Suðurkjördæmis eru sjö búsettir á Suðurnesjum og þá gegnir einn þeirra jafnframt ráðherraembætti.

Í vetur ætlum við hjá Víkurfréttum að fylgjast vel með störfum þingmanna okkar og spyrja þá reglulega út í málefni sem tengjast Suðurnesjum á einn eða annan hátt.

Við viljum einnig gefa lesendum kost á að senda inn spurningar sem við vinnum úr og berum undir þingmenn svæðisins. Spurningar má senda á [email protected]

Þingmenn af Suðurnesjum í Suðurkjördæmi eru:

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki sem er iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki,

Páll Jóhann Pálsson, Framsóknarflokki,

Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu,

Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki,

Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki,

Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024