Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þiggja boð Voga um fund um sameiningarmál
Ráðhús Suðurnesjabæjar.
Mánudagur 9. október 2023 kl. 19:35

Þiggja boð Voga um fund um sameiningarmál

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að þiggja boð Sveitarfélagins Voga um fund til að ræða sameiningarmál.

Erindi frá Sveitarfélaginu Vogum dags. 24. september 2023 með bókun bæjarráðs varðandi valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga hefur borist bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ. Óskað er eftir fundi með fulltrúum Suðurnesjabæjar til þess að ræða málefnið og kanna hvort grundvöllur sé til þess að skoða það frekar, t.d. með óformlegum könnunarviðræðum sem miða að því að meta kosti og ókosti sameiningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024