Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þiggja áfallahjálp en ætla aftur í loftið í kvöld
Myndir Hilmar Bragi.
Sunnudagur 29. júní 2014 kl. 17:48

Þiggja áfallahjálp en ætla aftur í loftið í kvöld

Flugslys við golfvöllinn í Vogum

Tveir farþegar vélarinnar sem brotlenti við golfvöllinn í Vogum fyrir stundu, ætla aftur að fara í flug síðar í dag samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Farþegarnir eru þessa stundina að þiggja áfallahjálp á vettvangi og munu að öllum líkindum verða fluttir á Landspítalann í Reykjavík. Þeir sem voru um borð í vélinni eru kennari og nemandi í flugnámi hjá Keili á Ásbrú, en þeir munu samkvæmt heimildum reyna að komast aftur í loftið síðar í kvöld til þess að hrista úr sér hrollinn, ef svo mætti taka til orðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögregla og sjúkralið á vettvangi.