„Þetta er það sem gefur lífinu gildi“
Sjúkraflutningsmennirnir Örn Sigurðsson og Gunnar Baldursson voru svo sannarlega í skýjunum þegar blaðamaður Víkurfrétta heimsótti þá í Grindavík eftir hádegið. Myndarlegur drengur fæddist í sjúkrabílnum hjá þeim félögum í morgun á leiðinni frá Grindavík til Keflavíkur. Kollur barnsins kom í ljós á Reykjanesbrautinni við trésmiðju BYKO en drengurinn lét fyrst heyra í sér utan við höfuðstöðvar Víkurfrétta í Njarðvík. „Þetta verður hraustur strákur,“ sögðu þeir félagar.Gunnar var við stýrið en Örn var afturí og aðstoðaði þar Jón Benediktsson við fæðinguna. Að þeirra sögn var enginn asi á mönnum og allt gekk vel. Fljótlega eftir að sjúkraflutningurinn frá Grindavík hófst var ljóst að barnið kæmi í heiminn áður en sjúkrabíllinn myndi ná á leiðarenda.
„Það var samt gott að það var stutt eftir á sjúkrahúsið þegar barnið kom í heiminn,“ sagði Gunnar bílstjóri og bætti við að atburðir sem þessir væru þeir sem gæfu lífinu gildi. „Það er mjög gaman að taka þátt í þessari lífsreynslu og ánægjulegt að allt tókst vel“.
Sjúkraflutningsmennirnir voru ennþá í skýjunum þegar blaðamaður heimsótti þá eftir hádegið. Eitthvað hafa þeir verið stressaðir í morgun því þeir gleymdu að færa nýfæddu barninu þar sem öll börn sem fara í sjúkrabílinn í Grindavík fá en það er mjúkur og fallegur bangsi í sjúkraflutningsgalla. Víkurfréttum var falið að koma gjöfinni til skila.
„Það var samt gott að það var stutt eftir á sjúkrahúsið þegar barnið kom í heiminn,“ sagði Gunnar bílstjóri og bætti við að atburðir sem þessir væru þeir sem gæfu lífinu gildi. „Það er mjög gaman að taka þátt í þessari lífsreynslu og ánægjulegt að allt tókst vel“.
Sjúkraflutningsmennirnir voru ennþá í skýjunum þegar blaðamaður heimsótti þá eftir hádegið. Eitthvað hafa þeir verið stressaðir í morgun því þeir gleymdu að færa nýfæddu barninu þar sem öll börn sem fara í sjúkrabílinn í Grindavík fá en það er mjúkur og fallegur bangsi í sjúkraflutningsgalla. Víkurfréttum var falið að koma gjöfinni til skila.