Thermo Plus sækir á innlendan markað
Thermo Plus, sem framleitt hefur til útflutnings kæli- og frystitæki fyrir bæði bifreiðar og vörugeymslur, hefur hafið sókn inn á innlendan markað.Fiskval ehf. sem nýlega flutti í nýtt húsnæði á Iðavöllum hefur keypt kælitæki af gerðinni TP5000 frá Thermo Plus. Tækið, sem notað verður til þess að kæla hráefni sem bíður vinnslu, hefur verið málað í sama lit og húsið en það að sníða tækin að þörfum viðskiptavina er hluti af þeirri þjónustu sem Thermo Plus býður viðskiptavinum sínum að sögn Kristins Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Thermo Plus.Hæsta einkunnNýlega er lokið átaksverkefni í gæðamálum í verksmiðju TP sem gekk undir heitinu „30 dagar til fullkomnunar“. Kristinn segir verkefnið hafa staðið yfir í septembermánuði en að því loknu var fenginn ráðgjafi frá Bretlandi til að taka út framleiðslu verksmiðjunnar og fékk hún topp einkunn. Stöðugt er unnið að því að gera hlutina betur og á hagkvæmari hátt. Framleiðni verksmiðjunnar er meiri í núverandi húsnæði en búist var við og hefur það einkum náðst með hagræðingu og bættum framleiðsluaðferðum“.Nýir sölusamningarÍ verksmiðju Thermo Plus í Njarðvík er verið að framleiða tæki uppí þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila í Bretlandi og í Saudi Arabíu. Nýlega hafa náðst samningar um samstarf við Via Truck Rental, sem rekur og leigir sendi- og flutningabifreiðar í Bretlandi. „Verið er að framleiða 50 tæki fyrir Via vegna samninga þeirra við Sansbury sem er ein stærsta verslunarkeðja í Bretlandi. Samningur þessi gefur möguleika á sölu allt að helmingi þeirra bílatækja sem áætlað er að framleiða á næsta ári. Hér er um hundruð tækja fyrir sendi- og vöruflutningabifreiðar að ræða. Einnig hafa náðst samningar um framleiðslu á frystitækjum fyrir færanlegar frystigeymslur við GESeaco og er framleiðsla á fyrsta tækinu að hefjast en afhenda þarf 10 slík tæki fyrir áramót. Tæki þessi hafa verið útfærð sérstaklega en byggja á hönnun sem fyrir hendi var hjá Thermo Plus. Til Saudi Arabiu fara 77 tæki fyrir áramót en það eru tæki í ýmsum stærðum fyrir bæði bifreiðar og vörugeymslur“, sagði Kristinn.HlutafjáraukningYfir stendur hlutafjáraukning hjá Thermo Plus en hlutafé er um kr. 81 milljón að nafnvirði og hefur stjórnin heimild til hækkunar í kr. 110 milljónir.Thermo Plus var stofnað fyrir tveimur árum og nú starfa hjá fyrirtækinu um fimmtíu manns. Kristinn sagði að til stæði að hafa opið hús fljótlega en þá gefst Suðurnesjamönnum og öðrum þeim sem hafa áhuga tækifæri til að skoða verksmiðjuna og fræðast um þá starfsemi sem þar fer fram.