Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 15. mars 2002 kl. 11:20

Thermo Plus, hlutabréf horfin

Samkvæmt DV í dag, munu lögfræðingar þriggja af stofnendum kælitækjaverksmiðjunnar Thermo Plus Europe í Reykjanesbæ hafa farið þess skriflega á leit við Fjármálaeftirlitið í gær, að það rannsakaði háttsemi fjármálafyrirtækis vegna viðskipta með hlutabréf í fyrirtækinu. Snýst það um meðferð á hlutabréfum þremenninganna og Fimm ehf. í Thermo Plus, að nafnverði 11 milljónir króna. Einnig hefur verið undirbúin kæra til ríkislögreglustjóra með beiðni um opinbera rannsókn vegna hlutabréfa í fyrirtækinu sem áttu að vera í vörslu viðkomandi fjármálastofnunar, þau bréf munu hins vegar ekki hafa fundist nema að hluta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024