Þemadögum lýkur í FS
Þemadögum Fjölbrautarskóla Suðurnesja lauk á föstudaginn með hinu svokallaða Glæsiballi. Þar var margt til skemmtunar; happdrætti, tískusýning, hin sívinsæli kennarakór tróð upp og svo voru drottning og kóngur kvöldsins krýnd. Gestir klæddu sig í sitt fínasta púss og skemmtu sér hið besta.
Tekið af vef Fjölbrautarskóla Suðurnesja, www.fss.is og má þar sjá fleiri myndir frá glæsiballinu.