Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þemadagar notaðir til að styrkja góð málefni
Fimmtudagur 1. desember 2005 kl. 18:55

Þemadagar notaðir til að styrkja góð málefni

Þemadagar í Heiðarskóla hófust í dag og var mikið um að vera í skólanum hjá nemendum og starfsfólki skólans. Þemað var að hjálpa þeim sem minna mega sín. Krakkarnir hlýddu á fyrirlestur um börn í þróunarlöndunum og komu með gjafir að heiman sem þau pökkuðu svo inn og mun Heiðarskóli gefa gjafirnar til góðgerðamála. Einnig var föndrað og ýmislegt annað til lista lagt. Nemendum var skipt í hópa og var góð samvinna var á milli eldri nemenda og þeirra yngri.

Nokkrir hópar halda tombólur í kennslustofum Heiðarskóla á morgun, föstudaginn 2.nóvember til styrktar ýmissa góðgerðarmála. Tombólurnar standa frá 10-12 og kostar miðinn aðeins 100 kr. Bæjarbúar eru hvattir til þess að mæta og styrkja gott málefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024