Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þekktur rússneskur málari með námskeið í Grindavík
Oleg Zubkov með eiginkonu sinni og Ósk Þórhallsdóttur.
Sunnudagur 5. september 2021 kl. 10:05

Þekktur rússneskur málari með námskeið í Grindavík

Oleg Zubkov ætlar að bjóða kennslu í teikningu og portrait-málun í raunsæismyndlist hér á landi og verða haldin tvö helgarnámskeið:  Vörðusundi 1, Grindavík vinnustofa Art Helga 10.-12. september og Brúnir, Eyjafirði 17.-19. september.

Oleg Zubkov fæddist árið 1962, í Ulyanovsk, Rússlandi, en býr og starfar nú á Spáni. Hann lærði  klassíska portrettmálun við listaháskólann í Pétursborg þar sem hann sýndi verkum Repins, Bryullov, Kramskoy og Borovikovsky sérstakan áhuga. Árið 2011 fékk hann titilinn sigurvegari alþjóðlegu listasamkeppninnar ART - WEEK 2011 fyrir málverkið „Madonna. Upphaf nýs lífs.“ Tók þátt, var verðlaunahafi og sigurvegari í alþjóðlegum listasamkeppnum í Moskvu, Madrid, Zaragoza, Barcelona, Feneyjum, London og Flórída. Hann stofnaði listaháskóla á Spáni á þessu ári ásamt konu sinni Oksana Zubkov.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir sem langar að læra meira og hafa áhuga á myndlist eru hvattir til að skrá sig, því núna er tækifærið. Skráning á [email protected] eða í síma 869 2179 (Ósk).

Nýjasta verk Oleg Zubkov eftirmynd af verki  William Bugreo „Pandora“.