Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þekktur dæmdur barnaníðingur að setjast að í Sandgerði
Þriðjudagur 20. janúar 2009 kl. 12:48

Þekktur dæmdur barnaníðingur að setjast að í Sandgerði




Landskunnur dæmdur barnaníðingur er að setjast að í Sandgerði. Hann hefur síðustu daga verið að hringja í verðandi nágranna sína og tilkynna þeim að hann sé að setjast að í hverfinu þeirra. Íbúi í Sandgerði, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að maðurinn hafi hringt og kynnt sig sem barnaníðing sem hafi verið afhjúpaður í Kompási á Stöð 2. Hann segist vera hættur að níðast á börnum og sé á lyfjum.

Íbúum í Sandgerði er mjög brugðið og mikil reiði er á meðal bæjarbúa yfir tíðindunum. Móðir barns er ekki sátt við að hafa fengið hringingu frá dæmdum barnaníðingi, þar sem barnið svaraði símtalinu, var spurt til nafns og hversu gamalt það væri.

Móðirin setti sig í samband við lögreglu sem benti móðurinni á að hafa samband við félagsmálayfirvöld í Sandgerði.

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, svaraði fyrirspurn frá Víkurfréttum í morgun á þá leið að honum væri ekki kunnugt um málið. Maðurinn væri ekki að flytja í íbúð á vegum Sandgerðisbæjar og að málið verði kannað frekar.

Þá hefur verið töluverð umræða um málið á samskiptavefnum Facebook.com og samkvæmt heimildum Víkurfrétta er allt annað en ánægja með þau tíðindi að maðurinn sé að setjast að í Sandgerði.


Ljósmynd: Horft yfir hluta byggðarinnar í Sandgerði. Mynd af vef Sandgerðisbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024