Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þekking og reynsla vó þyngra en menntun
Þriðjudagur 31. ágúst 2010 kl. 10:06

Þekking og reynsla vó þyngra en menntun


Jafnast 40 ára gamalt gagnfræðapróf á við háskólamenntun?
Þannig spyr Svanhildur Eiríksdóttir í fyrirsögn greinar sem hún skrifaði í VF á dögunum vegna ráðningar í starf verkefnastjóra hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS).
Í þeim hæfniskröfum sem settar voru fram í auglýsingu um starfið var m.a. kveðið á um háskólamenntun sem nýttist í starfi. Svanhildur sótti um starfið en hún er með B.A próf í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og diplómu í opinberri stjórnsýslu.  Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi Alþingiskona og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, var ráðin í starfið. Svo virðist sem stjórn SSS hafi horft fram hjá fram settum hæfniskröfum um menntun því Björk er með 40 ára gamalt gagnfræðapróf frá Keflavík, eins og fram kemur í grein Svanhildar en þar vísar hún í ferilskrá Bjarkar á vef Alþingis.

Víkurfréttir sendi formlega fyrirspurn til SSS um málið en nokkur umræða hefur verið um það í samfélaginu. Í formlegu svari frá SSS kemur fram að alls hafi 16 einstaklingar sótt um starfið og voru fimm þeirra boðaðir í viðtal. Við mat á hæfi umsækjenda hafi verið horft til menntunar þeirra, starfsreynslu, þekkingar á viðfangsefninu og annarra atriða sem þótt sýnt að nýtast myndu í starfinu, eins og fram hafi komið í auglýsingu.

„Eftir viðtölin lögðu formaður og framkvæmdastjóri tillögu sína fyrir stjórn SSS sem samþykkti hana.
Björk Guðjónsdóttir, sem ráðin var í starfið, hefur áratuga reynslu af starfi í bæjarstjórn Keflavíkur og Reykjanesbæjar. Hún hefur reynslu af eigin atvinnurekstri, auk þess að hafa setið á Alþingi. Í gegnum störf sín hjá Reykjanesbæ og á Alþingi hefur Björk yfirgripsmikla þekkingu á málum tengdum menningar- og vaxtarsamningi,“ segir ennfremur í svari SSS við fyrirpurn Víkurfrétta.

Auglýst var eftir starfsmanni samkvæmt ákvörðun atvinnuráðs SSS, vegna þeirra samningaskuldbindinga sem SSS hafði undirgengist með vaxtarsamningi og menningarsamningi. Um er að ræða tímabundið starf verkefnastjóra í 12 mánuði eða til 15. ágúst 2011.

Framkvæmdastjóra var falið að auglýsa starfið og sjá um ráðningarferlið, enda falla mannaforráð hjá SSS undir starf framkvæmdastjóra, segir í svari SSS.

Um starfið sóttu sextán eftirtaldir einstaklingar:

Anna Kristjana Egilsdóttir

Ásta Kristín Guðmundsdóttir

Birgir Þórarinsson

Björk Guðjónsdóttir

Ellen Ósk Kristjánsdóttir

Friðleifur Kristjánsson

Gunnlaugur Hilmarsson

Gunnlaugur Kárason

Hallur Kristmundsson

Hannes Friðriksson

Kristín Örlygsdóttir

Kristlaug María Sigurðardóttir

Ólafía Ólafsdóttir

Svanhildur Eiríksdóttir

Þorsteinn Geirsson

Einn óskaði eftir nafnleynd


Sjá grein Svanhildar hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024