Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þeir sem standi höllum fæti séu ekki einir og afskiptir
Fimmtudagur 13. október 2011 kl. 17:14

Þeir sem standi höllum fæti séu ekki einir og afskiptir

Aðalfundi Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans þykir miður að ríkisstjórnin hafi ekki staðið jafn tryggan vörð um hagsmuni heimilanna eins og lagt var upp með í byrjun kjörtímabils. Fundurinn vísar til bræðralagskröfu jafnaðarstefnunnar sem vísar til samstöðu manna og að í mannlegu samfélagi fólk beri byrðar og áhættu sameiginlega „og að þeir sem standi höllum fæti séu ekki einir og afskiptir,“ segir í ályktun fundarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá bendir fundurinn á að þetta sé eitt af grunngildum jafnaðarstefnunnar en inntak hennar er einnig trúin á að raunverulega sé unnt og æskilegt að breyta samfélaginu. Fundurinn hvetur ríkistjórnina til þess að hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllum störfum sínum, segir að endingu í ályktun Samfylkingarfélags Grindarvíkurlistans.