Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þeir sem beri ábyrgð svari fyrir gjörðir sínar
Hér voru höfuðstöðvar Sparisjóðsins í Keflavík.
Mánudagur 16. júlí 2012 kl. 10:48

Þeir sem beri ábyrgð svari fyrir gjörðir sínar

„Bæjarráð Sandgerðisbæjar telur mikilvægt að í skýrslu rannsóknarnefndar á vegum Alþingis um fall sparisjóðanna verði nákvæmlega farið yfir aðdraganda falls Sparisjóðsins í Keflavík og þær ástæður sem þar lágu að baki.

Suðurnesjamenn sem og landsmenn allir eiga rétt á því að hverjum steini sé velt við til að leiða hið rétta í ljós í þeim harmleik sem gjaldþrot sjóðsins er enda er það íslenskur almenningur sem fær að bera byrðarnar.

Fall Sparisjóðsins í Keflavík var áfall fyrir samfélagið á Suðurnesjum og eðlileg krafa að þeir sem bera þar ábyrgð þurfi að svara fyrir gjörðir sínar“.

Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs Sandgerðis um fall Sparisjóðsins í Keflavík sem samþykkt var á 552. fundi ráðsins nú nýverið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024