Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð fækkar um 40%
Fimmtudagur 7. janúar 2016 kl. 09:45

Þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð fækkar um 40%

- Heildarupphæð húsaleigubóta hækkar um 7,7%

Reykjanesbær greiddi 40 prósent minna í fjárhagsaðstoð til einstaklinga og fjölskyldna í nóvember 2015 en í sama mánuði 2014. Í nóvember 2015 greiddi bæjarfélagið 11.941.921 krónur í fjárhagsaðstoð til 112 heimila. Til samanburðar var upphæðin 19.875.022 til 185 heimila í nóvember 2014. Þetta kemur fram í fundargerð Velferðarráðs Reykjanesbæjar frá 14. desember síðastliðnum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í nóvember 2015 greiddi Reykjanesbær 35.794.551 krónur í húsaleigubætur. Í nóvember 2014 var upphæðin 33.049.765. Hækkunin er því 7,7 prósent.