Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þefjandi af kannabis undir stýri
Mánudagur 30. apríl 2012 kl. 13:32

Þefjandi af kannabis undir stýri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þegar ökumaðurinn steig út úr bifreiðinni, að boði lögreglumanns, barst með honum megn kannabisþefur. Hann var beðinn um ökuskírteini, en gat ekki framvísað neinum skilríkjum. Lögregla bað hann þá að setjast aftur í lögreglubifreið til frekari viðræðna.

Inni í lögreglubílnum magnaðist kannabislyktin af manninum enn upp og var hann handtekinn fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og færður á lögreglustöð. Hann viðurkenndi að hafa reykt kannabis skömmu áður en lögregla stöðvaði för hans.