Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

The Today Show í beinni frá Bláa lóninu í dag
Þriðjudagur 18. nóvember 2008 kl. 00:59

The Today Show í beinni frá Bláa lóninu í dag



The Today Show, morgunþáttur sjónvarpsstöðvarinnar NBC, verður sendur út beint frá Bláa lóninu í dag, þriðjudag. Útsendingin hefst kl. 12.00 og lýkur kl 15.00.
Undirbúningur fyrir útsendinguna frá Bláa lóninu hefur staðið síðustu tvær vikur en mikið af efni hefur verið tekið upp á Íslandi sem sent verður út í þættinum á morgun, eins og í gær, þegar beina útsendingin var frá Gullfossi. Þema þáttarins er vatn, jarðvarmi og hrein náttúra en stjórnandi þáttarins er Al Roker, sem er vinsæll þáttastjórnandi í henni Ameríku og nokkurs konar Siggi Stormur eða Ómar Ragnarsson þeirra Bandaríkjamanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024