The Amazing Race: Allt á suðupunkti í Leifsstöð
Uppi varð fótur og fit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um hádegisbilið í dag þegar keppendur í The Amazing Race hlupu inn í flugstöðina með tilheyrandi hrópum og látum. Leið þeirra lá beint inn á söluskrifsstofu Flugleiða í Leifsstöð þar sem þau keyptu farmiða til Evrópu.
Ísland er fyrsti viðkomustaðurinn
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta þurfa aðstandendur þáttarins að greiða kostnað vegna öryggisgæslu í flugstöðinni en hún er tilkominn vegna myndatöku á flugbraut og til þess að halda ljósmyndurum frá.
„Svakalegur hasar og mikið stress“
Ásborg Guðmundsdóttir, starfsmaður söluskrifsstofu Flugleiða, var ein af þeim sem afgreiddi hópinn en hún sagði að þau hefðu verið mjög stressuð. „Þau virtust halda að það væru fleiri ferðaskrifstofur og fleiri möguleikar á ferðum frá landinu,“ og bætti því við að það hefði verið mjög gaman að fylgjast með þessum svakalega hasar. „Aðalmálið var að komast úr landi sem fyrst,“ sagði Ásborg. Þau hafa lent í ýmsu á söluskrifstofunni en þó aldrei í svona miklum látum sagði Ásborg við Víkurfréttir.Næsti stoppustaður er Osló
Tugir húsbíla, fellihýsa og bílaleigubíla

Miðað við umstangið í kringum upptökurnar á Íslandi er kostnaðurinn við svona raunveruleikaþátt gífurlegur. Sjónvarpsstöðin CBS mun sýna þessa þætti en þeir eru nú að sýna seríu 5. Áheyrnarpróf fyrir seríu 7 eru nú þegar hafnar í Bandaríkjunum.
Það er orðið nokkuð ljóst að Ísland er farið að bera mikið á sér vestanhafs því leið stjarnanna virðist liggja til Íslands með tilheyrandi fjölmiðlafári og gífurlegu umstangi.
Myndirnar: 1. Mikill æsingur skapaðist á söluskrifsstofu Flugleiða í Leifsstöð 2. Keppendur áttu í erfiðleikum með að rata út á Grindavíkurafleggjara 3. Fellihýsabyggð við Svartsengi.
VF-myndirnar: Atli Már Gylfason




