Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Þau leiða lista Miðflokksins í Reykjanesbæ
Mánudagur 30. apríl 2018 kl. 17:13

Þau leiða lista Miðflokksins í Reykjanesbæ

Margrét Þórarinsdóttir félagsráðgjafi og flugfreyja leiðir lista Miðflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 26. maí n.k. Annað sætið skipar Gunnar Felix Rúnarsson verslunarmaður og þriðja sætið skipar Linda María Guðmundsdóttir sölumaður og fjölmiðlafræðinemi.

Framboðslistinn er skipaður 11 konum og 11 körlum. Miðflokkurinn leggur áherslu á virkt íbúalýðræði. Að íbúarnir fái að segja sína skoðun í mikilvægum málum í beinum íbúakosningum. Má þar nefna; skipulagsmál, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum osfr.

„Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ hafa því miður tekið rangar ákvarðanir í stórum málum er varða alla íbúa bæjarins. Vinda þarf ofan af slíkum ákvörðunum með staðfestu og djörfung. Reykjanesbær er ört stækkandi bæjarfélag, sem stendur frammi fyrir miklum tækifærum en um leið áskorunum. Miðflokkurinn vill móta framtíð Reykjanesbæjar í fullu samráði við íbúana,“ segir í tilkynningu frá framboðinu.

Kosningaskrifstofan verður að Hafnargötu 60. Stefnuskrá flokksins verður kynnt við formlega opnun þann 12. maí nk.
 
Framboðslisti Miðflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningar 26. maí 2018
 
1. Margrét Þórarinsdóttir, félagsráðgjafi og flugfreyja 
2. Gunnar Felix Rúnarsson, verslunarmaður 
3. Linda María Guðmundsdóttir, starfsm. Fríhafnarinnar og fjölmiðlafræðinemi
4. Davið Brár Unnarsson, flugmaður
5. Sigurjón Hafsteinsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
6. Úlfar Guðmundsson, héraðsdómslögmaður
7. Annel Þorkelsson, lögregluvarðstjóri
8. Karen Guðmundsdóttir, flugvirkjanemi
9. Jón Már Sverrisson, vélfræðingur og rafvirki
10. Gunnar Andri Sigtryggsson, húsasmiður
11. Signý Ósk Marinósdóttir, þjónustufulltrúi
12. Hinrik Sigurðsson, fyrrv. verkstjóri
13. Íris Björk Rúnarsdóttir, flugfreyja og ferðamálafræðingur
14. Ragnar Hallsson, leigubifreiðastjóri
15. Ásdís Svala Pálsdóttir, starfsmaður flugafgreiðslu IGS
16. Bergþóra Káradóttir, starfsmaður Reykjanesbæjar
17. Fríða Björk Ólafsdóttir, þjónustustjóri IGS
18. Inga Hólmsteinsdóttir, eldri borgari
19. Helga Auðunsdóttir, geislafræðingur og flugfreyja
20. Patryk Emanuel Jurczak, gæðastjóri
21. Hrafnhildur Gróa Atladóttir, húsmóðir
22. Gunnólfur Árnason, pípulagningameistari
Public deli
Public deli