Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Þau bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Grindavík
Miðvikudagur 29. janúar 2014 kl. 07:39

Þau bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Grindavík

- prófkjör í Grindavík þann 8. febrúar nk.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fer fram þann 8. febrúar nk. vegna sveitarstjórnarkosninga í vor. Víkurfréttum hafa borist tilkynningar um framboð frá eftirtöldum einstaklingum.


Hjálmar Hallgrímsson
lögreglumaður gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík  þann 8 febrúar.   
„Grindavík er góður bær og ég vil stuðla að því að gera hann enn betri. Hlúa mætti betur að málefnum eldri borgara bæjarins, ásamt atvinnumálum, ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu málaflokkum sem ég áhuga á að sinna. 
Ég hef alltaf haft áhuga á bæjarstjórnarmálum og skoðanir á þeim. Því hef ég tekið ákvörðun um að gefa kost á mér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins“.




Jóna Rut Jónsdóttir
kennari sækist eftir 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Grindavík þann 8. febrúar nk.
Jóna Rut er 41 árs og er lærður leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands og grunnskólakennari frá HÍ. Einnig hefur hún lokið  diplómu (Dipl. Ed)  í framhaldsnámi frá HÍ  í stjórnun menntastofnana. Hún starfar sem grunnskólakennari í Grunnskóla Grindavíkur.
Jóna Rut er gift Hjálmari Erni Erlingssyni sölu- og matreiðslumanni, þau eiga 3 börn á grunnskólaaldri.
Jóna Rut hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir sjálfstæðisfélags  Grindavíkur undanfarin 16 ár, m.a. setið í mörgum nefndum fyrir bæjarfélagið.  Á þessu kjörtímabili hefur hún setið í frístunda- og menninganefnd og afmælisnefnd Grindavíkurbæjar. Hún var vara bæjarfulltrúi árið 1998-2002. Hún er einn af stofnendum Freyju fus í Grindavík og var formaður sjálfstæðisfélags Grindavíkur í 4 ár. Hún sat einnig í flokksráði sjálfstæðisflokksins.
„Ég tel mig vera réttu manneskjuna í að leiða lista sjálfstæðismanna í Grindavík, ég er lausnamiðuð og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég hef mikinn áhuga á að vinna fyrir íbúa Grindavíkur að því að gera góðan bæ enn betri.“




Jón Emil Halldórsson
byggingatæknifræðingur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík.
„Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á málefnum tengdum Grindavík.  Ég hef setið í bygginganefnd  og síðar umhverfis og skipulagsnefnd sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins , einnig hef ég setið í nefndum tengdum ákveðnum framkvæmdum.
Ég tel tækifæri okkar Grindvíkinga geysileg þegar litið er til þeirra náttúrugæða sem eru hér í umhverfi okkar.  Ábyrgð þeirra sem stýra sveitarfélaginu felst í því að nýta þessi gæði á þann hátt að íbúar og atvinnulíf geti í sátt notið þeirra og að hagsmunir eins rýri ekki möguleika eða lífsgæði a einn eða annan hátt“.

Bílakjarninn
Bílakjarninn



Guðmundur Pálsson

gefur kost á sér í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík 8. febrúar næstkomandi.
Guðmundur hefur setið í bæjarstjórn undanfarin tvö kjörtímabil, þar sem hann hefur m.a. setið í bæjarráði og fræðslunefnd. Einnig er hann í kvennaráði knattspyrnudeildar UMFG.
Guðmundur er fæddur og uppalinn í Sandgerði og hefur búið í Grindavík frá árinu 1992 þar sem hann hefur rekið eigin tannlæknastofu.
Hann er giftur Ólöfu Bolladóttur  sérkennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og eiga þau saman fjögur börn.



Gunnar Ari Harðarson
býður sig fram í 3ja sæti í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Grindavík. Hann er 49 ára sjómaður,giftur Huldu Kristínu Smáradóttur og til samans eigum við 7 börn á aldrinum 11-29 ára og 2 barnabörn.Hann útskrifaðist stúdent frá fjölbrautarskólanum í Ármúla af verslunar og viðskiptabraut árið 1986, og hóf  rekstur söluturns og videoleigu að námi loknu. Frá árinu 1992 hefur hann verið til sjós og  frá árinu 1997 átt og rekið eigin smábátaútgerð jafnframt sjómennskunni Árin 2000-2006 gengdi hann formennsku í smábátafélagi Reykjaness á Suðurnesjum. Áhugamál hans eru samvistir með fjölskyldunni og ferðalög,sérstaklega innanlands.




Ómar Davíð Ólafsson
býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks Grindavíkur. Ómar er kvæntur Berglindi Benonýsdóttir, og saman eiga þau Ólafur Reynir 11 ára, Bríet María 7 ára og Thelma Lind 2 ára.
Hann er einn af þremur eigendum Vélsmiðju Grindavíkur ehf, og hefur starfað sem verkstjóri og séð um daglegan rekstur í um 11 ár þar sem starfa um 13-15 manns að jafnaði. Hann hóf vélvirkjanám í FS og stefnir að því að klára það á næstunni. Hann hefur verið formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur í um 5 ár, og er einnig starfandi í trúnaðarmannaráði Sjálfstæðisfélags Grindavíkur. Helstu áherslur eru að tryggja áframhaldandi uppbyggingu hafnarinnar með tilliti til öryggis og tekjuaukningar. Skapa aðstæður til að fá fleiri fyrirtæki í bæinn, og skapa störf. Að halda rekstri bæjarins í jafnvægi en stuðla að áframhaldandi uppbyggingu bæjarfélagsins og að auka aðstöðu og aðbúnað fyrir aldraða. Áhugamál hans eru ferðalög, bæjarmálin og mikinn áhuga á hobbybúskap og er sjálfur með kindur og hænur.




Þórunn Svava Róbertsdóttir
gefur kost á sér í  3.-5.  sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík.
Þórunn er fædd og uppalin í Grindavík, hún býr með Þórhalli Benónýssyni og eiga þau þrjú börn. Hún lauk B.Ed. prófi í þroskaþjálfafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000, Dipl. Ed prófi í uppeldis- og menntunarfræðum við framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands með áherslu á sérkennslu árið 2007 og viðbótardiplómu  í uppeldis- og menntunarfræðum  á meistarastigi með áherslu á stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2011.
Þórunn starfar sem framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur kennt á starfsbraut síðastliðin 8 ár.  Á núverandi kjörtímabili hefur hún setið í fræðslunefnd Grindavíkur. Einnig hefur hún  sinnt ýmsum þróunarverkefnum, s.s. námsgagnagerð, námsbrautargerð og námskrárvinnu.




Klara Halldórsdóttir
býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Grindavík. Klara er gift Gísla Jóhanni Sigurðssyni og eiga þau saman 3 börn. Klara er stúdent frá FS og hefur starfað hjá Bláa Lóninu síðan 1996. Starfar þar sem sölustjóri.
Klara hefur starfað í nefndum á vegum Grindavíkurbæjar, sat í 2 kjörtímabil í Íþrótta- og æskulýðsnefnd og einnig sem formaður Fræðslunefndar í upphafi þessa kjörtímabils.
Áhugamál eru útivist, næring og heilsa almennt, fjölskyldan og hestamennska sem vonandi fær aukið vægi í tímatöflunni í ár. Henni eru fjölskyldumálin hugleikin og þar heyra undir skólamál, velferðarmál, öldrunarmál, íþróttamál ofl. Einnig hefur hún mikinn áhuga á ferðamálum og tel Grindavík eiga mikið inni þar. Auk þess er hagsýni og skynsemi í bæjarrekstri afar mikilvægt.




Sigurður Guðjón Gíslason
gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík. Sigurður er fæddur og uppalinn Grindvíkingur. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur síðastliðin 7 ár starfað við stýringu eigna í Íslandsbanka í Reykjavík. Sigurður hóf nýverið meistaranám í fjármálum fyrirtækja við Háskóla Íslands.  Hann er trúlofaður Ingu Guðlaugu Helgadóttur nema í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Inga hefur samhliða námi starfað við sambýlið að Túngötu. Saman eiga þau tvö börn, Gísla Grétar 7 ára og Helga Hróar 6 ára.