Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • „Þarf einhver að deyja?“ - spyr þingmaður í Garði
    Ásmundur Friðriksson vekur athygli á slæmu ástandi húss í Garði í færslu á fésbókinni í dag.
  • „Þarf einhver að deyja?“ - spyr þingmaður í Garði
Þriðjudagur 30. desember 2014 kl. 15:07

„Þarf einhver að deyja?“ - spyr þingmaður í Garði

„Ég eins og margir íbúar í Garðinum og gestir veltum fyrir okkur hvort ekkert verði gert við til að varna stórslysi frá húsinu Vík. Þar hefur þakið verið í henglum í 3 ár. Ég var bæjarstjóri þegar þessi ósköp gerðust og málið var komið í farveg,“ segir Ásmundur Friðriksson alþingismaður og íbúi í Garði í færslu á Fésbókarsíðu sinni. Þar vegur hann athygli á slæmu ástandi íbúðarhúss í Garði.

„Íbúar og gestir skilja ekkert í þeim seinagangi í þessu máli og hvernig íbúinn sem býr í húsinu getur búið samborgurum sínum upp á slíka hættu. Ábyrgð hans er algjör en sveitarfélagið hlýtur að taka til sinna ráða.
Þarf einhver að deyja áður en lagfæringar verða gerðar á þaki hússins Vík spyrja margir. Ég spyr líka,“ segir Ásmundur að endingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024