Þarf átak í læsi?
Þrátt fyrir fjölmargar tilkynningar á nokkrum tungumálum um að reykingar séu bannaðar á lóð Krossmóa 4a í Reykjanesbæ, þá eru til þeir einstaklingar sem sniðganga boð og bönn. Í morgun mátti sjá hóp fólks undir glervegg við Krossmóa að brjóta húsreglurnar sem blasa við öllum sem leið eiga um húsið. Meira að segja í glugga á þeim stað sem fólkið stóð og reykti er stór ábending um að reykingar séu bannaðar á lóð Krossmóa 4a frá og með 1. mars 2011.
Þar sem Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum er í byggingunni við Krossmóa væri kjörið að MSS setti upp námskeið í því að virða boð og bönn, nema að átaks sé þörf í læsi?
Myndirnar voru teknar nú á tíunda tímanum í morgun.