Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þarf að greiða130 þúsund í sekt
Þriðjudagur 28. ágúst 2012 kl. 07:23

Þarf að greiða130 þúsund í sekt

Tekinn á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar.

Fjórir ökumenn voru staðnir að hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Sekt við slíku broti nemur 130 þúsund krónum. Annar mældist á 93 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Sá má reiða fram 50 þúsund krónur í sekt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024