Þaktjón í vonsku veðri í Sandgerði
Í morgun hafa björgunarsveitir verið kallaðar út nokkrum sinnum vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ. Björgunarsveitafólk úr Garði og Sandgerði er að reyna að koma böndum á þak á húsi í Sandgerði sem var við það að fjúka.
Vindur hefur mælst hátt í 40 m/s í hviðum á báðum stöðum í morgun, gul veðurviðvörun er í gildi í dag.