Þakplötur fuku í Njarðvík
Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð út á tíunda tímanum í kvöld þar sem þakplötur voru að fjúka af Sjöstjörnuhúsinu við Njarðvíkurhöfn.
Með miklu snarræði náðu björgunarsveitarmenn tökum á ástandinu, en þakplötubunki sem verktakar höfðu skilið eftir á þaki hússins fór af stað, án þess þó að valda skemmdum.
Nokkuð hefur verið um snarpar hviður og er Björgurnarsveitin Ægir í Garði t.d. í viðbragsstöðu. Því er fólk beðið um að huga að lausamunum sem gætu fokið og valdið skemmdum.
Veðurspá gerir ráð fyrir vindstyrk um 15 m/sek í nótt en í fyrramálið mun lægja.
VF-mynd/Þorgils