Þakplötur fuku af húsi í Reykjanesbæ
Á fimmta tímanum í nótt barst útkall í Reykjanesbæ þegar þakplötur fóru að fjúka af þriggja hæða blokk í bænum.
Einn leitarhópur, sem hefur verið að störfum í nótt við leit að erlendum manni sem er týndur á Suðurnesjum, var sendur í það verkefni og naut til þess aðstoðar slökkviðliðs Brunavarna Suðurnesja, sem kom með körfubíl til að koma björgunarmönnum upp á þakið.