Þakplötur byrjaðar að fjúka
Veðurhamurinn virðist vera að ná hámarki en upp úr kl. 5 í morgun byrjaði vindur heldur að aukast. Lögreglu bárust fljótlega upp úr því tilkynningar um þakplötur sem voru að losna af húsum í Grindavík og í Keflavík. Þá kom tilkynning um að smákofi við hús í Njarðvík væri að fjúka.
Núna klukkan 6 sýndu mælar á Keflavíkurflugvellu vindhraða upp á 24 mtr. á sekúndu. Á Garðskaga voru 23 mtr. á sekúndu.